Þurrfluguveður?

Þurrfluguveður er ekki til. Það að veiða þurrflugu aðeins í logni og stillum er heimatilbúinn mýta veiðimanna. Þeir sem reynt hafa, geta veitt nánast í hvaða veðri sem er og oftar en ekki í sudda og dumbungi. Þær eru ótalmargar sögurnar af íslenskum veiðimönnum sem hafa ekki náð andanum af forundran yfir leikni þeirra útlendu við að koma þurrflugunni fyrir silung og lax í öllum mögulegum veðrum og undarlegum kringumstæðum.

Uppitökur eru alls ekki skilyrði þurrfluguveiða, hvorki í vatni né lygnum í ám. Hafir þú minnsta grun um fisk sem lúrir undir bakka eða í skjóli við stein þá er um að gera að leggja fyrir hann þurrflugu. Jafnvel suddinn er ekki óvinur þurrflugunnar því með hækkaðri súrefnismettun yfirborðsins klekst fluga oft út á vatninu sem fiskurinn sækir í. Allt of fáir veiðimenn reyna fyrir sér með þurrflugu undir þessum kringumstæðum, vegna þess að við sjáum ekki uppitökurnar.

Auðvitað er viðbragðið erfiðara ef gára eða dropar trufla einbeitingu veiðimannsins en með góðum gleraugum og góðu deri má greina þessa örfínu bylgjuhreyfingu sem verður á yfirborðinu rétt áður en silungurinn tekur fluguna.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.