Það var nú alls ekki ætlunin að renna fyrir fisk um þessa helgi, nóg annað á verkefnalistanum. En ýmislegt varð til þess að á fætur var ég komin fyrir allar aldir í morgun og það var eins og veðrið léki sér að því að kitla veiðibakteríuna í mér. Áður en ég yrði algjörlega óhæfur til allra verka, gafst ég upp og renndi upp með Langavatni að vestan. Smá gola, hálfskýjað og afskaplega fallegt veður, létt bára úr norðri.
Á meðan ég sýndi tilburði til fluguveiði var mun fallegri veiðisýning í gangi í grennd við mig. Smyrill nokkur lék listir sínar í lofthernaði og ekki laust við að maður fylltist auðmýkt fyrir náttúrunni við að horfa á annan eins snilling á ferð. Samt sem áður varð ég fyrri til að ná bráð, þokkaleg bleikja stóðst ekki rauðan Nobbler og fór því heim með mér eftir þennan frábæra dag.

Veiðitölur ársins
Bleikjur | Sleppt | Urriðar | Sleppt | Fj.ferða | Núllað |
---|---|---|---|---|---|
73 / 35 | 14 | 28 / 33 | 4 | 35 | 14 |