Púpuveiði

Það leyndi sér ekkert í grein minni um daginn að ég er meira fyrir púpuveiði heldur en straumflugu. Kannski er þetta bara gamla sagan um hundinn og þetta með að sitja því þegar ég byrjaði að veiða á flugu þá leið ekki langur tími þar til ég heillaðist af þessari blindu viðureign sem púpuveiðin er. Þetta er svipað og raða púsluspili, blindandi.

Annars hafa fyrstu tilraunir manna til púpuveiði oft ekki orðið upp á marga fiska, í orðsins fyllstu merkingu. Þeim sem stundað hafa straum- og/eða þurrflugu hefur oft reynst erfitt að fóta sig með púpuna, þessi litlu óásjálegu kvikindi sem kúra bara þarna niðri á botninum og hreyfast hægt eða ekki neitt yfir höfuð. Oftar en ekki hef ég verið spurður; Hvernig nennir þú þessu, það er engin action í þessu? Jú, satt, það er ekki oft mikið um að vera á meðan maður skyggnist um, les vatnið og náttúruna, velur að lokum eitthvert krílið og dregur það löturhægt inn. En, þegar svo einhver tekur skyndilega í og við tekur baráttan um yfirráðin, þá fer adrenalínið á fullt. Þetta er auðvitað ákveðin fíkn í ‚rush‘ á milli algjörar slökunar og þess að njóta náttúrunnar, rjúka síðan upp í spenningi og að lokum, þessi frábæra vellíðan sem streymir um mann þegar hann lætur undan og maður fær tekið um hann, losað fluguna og, kannski sleppt. Þetta er stormasamt samband manns og náttúru, æsingur og slökun.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.