Flýtileiðir

Að veiða mjónur

Mjóna

Mjónurnar (Buzzer) eiga að líkja eftir síðasta þroskastigi rykmýs sem púpu, þegar hún losar sig upp af botninum og syndir upp að yfirborðinu til að klekjast út. Einfalt, ekki satt? Við vitum að við eigum að beita þessum flugum fyrir okkur þegar yfirborð vatnsins er krökkt af tómum púpuhylkjum og við sjáum til flugnanna stíga upp af yfirborðinu. Þetta er einfalt líka, ekki satt? En hvernig eigum við svo að bera okkur að?

Á kyrrum dögum þegar vatnið gárar lítið sem ekkert notum við flotlínuna, lengjum í tauminum upp í allt að 20‘ og veiðum þær mjóu. Framsetningin er nokkuð einföld og einkennist af þolinmæði. Eftir að við höfum lagt línuna út tökum við allan slaka úr henni og tauminum. Leyfum svo mjónunni að sökkva. Undir bestu kringumstæðum ræðst silungurinn á þær á meðan þær sökkva því þá líkjast þær púpunum sem örmagnast á leiðinni upp og eru auðveld bráð. Ef og þá þegar botninum er náð, lyftum við þeim aftur upp með löngum ákveðnum inndrögum. Ekki síður möguleiki á að verða var við fisk á þessum tímapunkti, ef ekki þá leyfum við henni að sökkva aftur og endurtökum þannig leikinn þangað til við tökum hana alveg upp og köstum aftur.

Ef logið ferðast eitthvað hraðar og gáran liggur á vatninu styttum við í tauminum, kannski niður í 14‘. Undir svona kringumstæðum getum við notað okkur vindinn til að færa mjónuna til í vatninu. Köstum lítillega upp í vindinn, réttum úr línu og taum og leyfum flugunni að sökkva eins og leyfist. Hér gildir að vera ekkert að draga inn að óþörfu, flotlínan sér um að færa mjónuna, veifa henni fyrir framan silunginn. Eitt þó í lokinn, rétt fyrir upptöku er rétt að lyfta stönginni rólega um nokkur fet líkt og við gerum í púpuveiðinni. Það er ótrúlegt hve silungurinn verður oft snöggur til þegar honum finnst eins og hann sé að missa af bráðinni, jafnvel þó hann hafi verið að hnusa af henni í langan tíma en aldrei lagt til atlögu.

Ummæli

24.05.2012 – Kristinn hjá veida.is: Skemmtileg lesning hér að ofan. Það er spurning hvort búið sé að prófa þetta í Hlíðarvatni að undanförnu þegar Bleikjan hefur engu sýnt áhuga nema Rykmýinu.

24.05.2012 – Kristján: Já, ég prófaði þetta aðeins 11.maí en þá ferðaðist lognið kannski aðeins of hratt yfir til að þetta virkaði, en vel að merkja það var afskaplega lítill munur á mýpúpunni sem krækti í bleikjuna fyrir mig og alvöru mjónu, svo lítilmótleg var flugan.

Eitt svar við “Að veiða mjónur”

  1. Kristinn hjá veida.is Avatar

    Skemmtileg lesning hér að ofan. Það er spurning hvort búið sé að prófa þetta í Hlíðarvatni að undanförnu þegar Bleikjan hefur engu sýnt áhuga nema Rykmýinu.

    Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com