Flýtileiðir

Hnappurinn á stönginni

Þumal-hnappurinn

Sumt er svo sjálfsagt þegar maður hefur komið auga á það að ósjálfrátt færist roði í kinnarnar, aulahrollur niður bakið. Í einhverju letikastinu um daginn tók ég mig til og horfði á Dynamics of Fly Casting með Joan Wulff.

Í myndinni fer hún mjög ákveðið yfir öll undirstöðuatriði flugukasta, meðal annars þá bráð sniðugu hugmynd að ímynda sér hnapp á stönginni sem maður ýtir mjög ákveðið á með þumlinum í framkastinu, rétt aðeins til að skerpa á hröðuninni. Þeir voru ófáir pennarnir og reglustikurnar sem fengu að kenna á tilraunum næstu dagana og nú fær stöngin að kenna á æfingunum. Ég er ekki frá því að eitthvað hafi breyst í köstunum, til batnaðar.

Ummæli

13.04.2012 – Eiður Kristjánsson – Prófaði þetta í Vífó í morgun. Kom bara nokkuð vel út :)

Svar: Já, merkilegt hvað svona lítið atriði getur bætt við kastið. Ég þarf aðeins að vinna í kaststílnum þegar ég er með nýju Switch-línuna mína, það er eins og hún kalli á aðeins meiri ákveðni heldur en ég hef tamið mér hingað til. Annars er ég ekkert nema öfundin út í þig að komast í vatnið núna, ekkert útlit fyrir veiði hjá mér um helgina.

Bestu kveðjur,
Kristján

Eisi til bakaUss, það er hrikalegt. Spáin er frábær, mætti reyndar alveg vera heitara. Vífó var gullfallegt í morgun. Smá gára á vatninu og aðstæður hinar bestar. Það var fluga í loftinu en ég sá ekki einn einasta fisk. Ekki sporð.

Ég fór 1.apríl og nældi mér þá í tvær bleikjur og einn urriða. Er búinn að fara nokkrum sinnum síðan þá en ekki orðið var við neitt líf.

Svo er það Varmáin á morgun. Er frekar svartsýnn þar sem fréttirnar úr ánni eru ekki beint upplífgandi. En ánægjan við að standa á bakkanum með stöngina í hendinni, rýnandi í umhverfið, fluguboxin og lífríkið, er engri lík. Eins og þú veist vel :)

3 svör við “Hnappurinn á stönginni”

  1. Eiður Kristjánsson Avatar
    Eiður Kristjánsson

    Prófaði þetta í Vífó í morgun. Kom bara nokkuð vel út 🙂

    Líkar við

  2. Kristján Avatar

    Já, merkilegt hvað svona lítið atriði getur bætt við kastið. Ég þarf aðeins að vinna í kaststílnum þegar ég er með nýju Switch-línuna mína, það er eins og hún kalli á aðeins meiri ákveðni heldur en ég hef tamið mér hingað til. Annars er ég ekkert nema öfundin út í þig að komast í vatnið núna, ekkert útlit fyrir veiði hjá mér um helgina.

    Bestu kveðjur,
    Kristján

    Líkar við

  3. Eiður Kristjánsson Avatar
    Eiður Kristjánsson

    Uss, það er hrikalegt. Spáin er frábær, mætti reyndar alveg vera heitara. Vífó var gullfallegt í morgun. Smá gára á vatninu og aðstæður hinar bestar. Það var fluga í loftinu en ég sá ekki einn einasta fisk. Ekki sporð.

    Ég fór 1.apríl og nældi mér þá í tvær bleikjur og einn urriða. Er búinn að fara nokkrum sinnum síðan þá en ekki orðið var við neitt líf.

    Svo er það Varmáin á morgun. Er frekar svartsýnn þar sem fréttirnar úr ánni eru ekki beint upplífgandi. En ánægjan við að standa á bakkanum með stöngina í hendinni, rýnandi í umhverfið, fluguboxin og lífríkið, er engri lík. Eins og þú veist vel 🙂

    Líkar við

Senda ábendingu

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *