Smelltu fyrir stærri mynd

Það er spurning hvort maður viljið nokkuð viðurkenna þessa ferð sem veiðiferð, kannski var þetta bara kastæfing. Annars skartaði vatnið sínu fegursta rétt fyrir hádegið í dag, nokkrir veiðimenn á stjái en lítið um fisk. Lofthiti var í lægra lagi, vindur nokkur á köflum og vatnið hreinlega skítkalt. Við hjónin komum okkur fyrir undir bökkunum að norðan og þreifuðum fyrir okkur frá miðju vatni og austur eftir. Lítið líf, sá til tveggja fiska sem héldu sig nokkuð djúpt, ef það er þá hægt að tala um dýpi í Vífó.  Svolítið af flugu komin á stjá, en vatnið mjög kalt og því kaldara sem utar og nær suðurbakkanum dró. Af þeim veiðimönnum sem við tókum tali hafði enginn orðið varð, hvorki að sunnan, austan né norðan, en einhverjar fregnir voru af tveimur bleikjum sem komu á lang snemma í morgun. Jæja, það gengur bara betur næst.

Veiðitölur ársins

Bleikjur Sleppt Urriðar Sleppt Fj.ferða Núllað
 – 2 1  3  1

Ummæli

12.04.2012 – Veiði #1:  Sæll, mig langar bara að hrosa þer fyrir þessa frabæru siðu, eg dett her inn a hverjum degi. Þetta er sennilega eina siðan a islandi sem segir fra veiði i votnum. Og er froðleikurinn sem kemur her inn alveg frabær.  Takk fyrir mig og haltu afram að gera goða hluti.

Svar:  Takk fyrir þetta. Ég væru auðvitað að ljúga ef ég viðurkenndi ekki að mér þætti hrósið gott. Og, jú, ég reyni að halda áfram eins lengi og mér finnst ég hafa eitthvað fram að færa

Bestu kveðjur og takk fyrir innlitið,

Kristján

2 Athugasemdir

  1. Sæll, mig langar bara að hrosa þer fyrir þessa frabæru siðu, eg dett her inn a hverjum degi. Þetta er sennilega eina siðan a islandi sem segir fra veiði i votnum. Og er froðleikurinn sem kemur her inn alveg frabær.
    Takk fyrir mig og haltu afram að gera goða hluti

  2. Takk fyrir þetta. Ég væru auðvitað að ljúga ef ég viðurkenndi ekki að mér þætti hrósið gott. Og, jú, ég reyni að halda áfram eins lengi og mér finnst ég hafa eitthvað fram að færa.

    Bestu kveðjur og takk fyrir innlitið,
    Kristján

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.