Oft hefur nú fyrsti dagur í veiði verið hráslagalegri heldur en dagurinn í dag. Veiðifélagið tók sig til í allri sinni mannmergð og tróð sér, stöngum, vöðlum og öðrum græjum í jepplinginn og tók stefnuna á Kjósina þennan fyrsta dag í vertíð. Miðað við árstíma getur víst enginn kvartað undan veðrinu, þokkalega hlýtt og gola með köflum.

Mannmergðin við vatnið var slík að engu var líkara heldur en Bubbi sjálfur væri með útitónleika á staðnum. Menn sitt hvoru megin við Bugðuós og alveg inn eftir ströndinni að norðan. Það var líka staðið þétt undir hlíðinni að sunnan þannig að við ákváðum að koma okkur fyrir á tánni gengt syðri bátaskýlunum og dreifðum úr okkur eins og kostur var. Ég hrökklaðist aðeins undan suð-vestanáttinni út á grynningarnar utanvert í víkinni. Hefði viljað koma flugu upp í vindinn en var ekki alveg að ná þeim köstum sem ég vildi svo ég lét bara vaða undan vindi út í dýpið. Prófaði Héraeyra, Pheasant Tail en tók svo loksins einn rúmlega pundara (urriða) á Svarta og rauða mjónu (Buzzer) sem hann hefur væntanlega tekið í misgripum fyrir mýlirfu. Samkvæmt venju fékk fyrsti fiskur ársins líf og ég sá ekki betur en hann hafði verið frelsinu feginn.

Ekki fór neitt meira fyrir veiði í okkar hópi, raunar held ég að lítið hafi komið á land þennan fyrsta dag. Vonandi þó nóg til að viðhalda áhuga manna þangað til fiskurinn fer að gefa sig að ráði.

Aðeins eitt að lokum: Það er ekki oft sem maður er óhress með traffíkina á blogginu, en mér finnst nú eins og þeir 203 (þegar þetta er skrifað) sem höfðu ekkert annað að gera í dag heldur en kíkja inn hefðu átt að láta slag standa og skella sér í veiði í stað þess að vafra á netinu 🙂  Nei, annars, takk fyrir öll innlitin á árinu; 14.082 fyrstu þrjá mánuðina.

Veiðitölur ársins

Bleikjur Sleppt Urriðar Sleppt Fj.ferða Núllað
1 1  1

Ummæli

Árni Jónsson 03.04.2012 – Fór Vífilstaðarvatn og þótt að fjöldi hafi verið, þá var það þolanlegt. Urðum ekkert varir, en aðeins ein bleikja rétt yfir pundi var kominn á land. Veðrið var fallegt með lítilli golu, og ekki laust við að þungu fargi vetrar sé af manni létt.

1 Athugasemd

  1. Fór Vífilstaðarvatn og þótt að fjöldi hafi verið, þá var það þolanlegt. Urðum ekkert varir, en aðeins ein bleikja rétt yfir pundi var kominn á land. Veðrið var fallegt með lítilli golu, og ekki laust við að þungu fargi vetrar sé af manni létt.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.