
Þær eru; ómótstæðilegar, smart, glæsilegar, þokkafullar og umfram allt augnayndi. Hverjar? Jú, klassísku straumflugurnar. Sjálfur fell ég oft og iðulega fyrir þeim þegar ég er á vafri um netið, get bara ekki hamið mig, sest niður og hnýti eins og tvær, þrjár, just for the fun of it. En, ég sit uppi með þessar flugur í boxinu mínu og finn sjaldnast praktísk not fyrir þær þegar í vatnið er komið.
Það er jú nokkuð útbreidd vitneskja að silungurinn leitar helst fæðu á botninum og þá oftast í líki lirfa, púpa eða kuðungs. Byrjaðu á botninum, þaðan liggja allar leiðir upp á við. Hnýttu púpur til veiða og láttu það eftir þér að hnýta litskrúðuga straumflugu, svona til að eiga.









Senda ábendingu