Flýtileiðir

Byrjaðu á botninum

Flottur klassíker

Þær eru; ómótstæðilegar, smart, glæsilegar, þokkafullar og umfram allt augnayndi. Hverjar? Jú, klassísku straumflugurnar. Sjálfur fell ég oft og iðulega fyrir þeim þegar ég er á vafri um netið, get bara ekki hamið mig, sest niður og hnýti eins og tvær, þrjár, just for the fun of it. En, ég sit uppi með þessar flugur í boxinu mínu og finn sjaldnast praktísk not fyrir þær þegar í vatnið er komið.

Það er jú nokkuð útbreidd vitneskja að silungurinn leitar helst fæðu á botninum og þá oftast í líki lirfa, púpa eða kuðungs. Byrjaðu á botninum, þaðan liggja allar leiðir upp á við. Hnýttu púpur til veiða og láttu það eftir þér að hnýta litskrúðuga straumflugu, svona til að eiga.

2 svör við “Byrjaðu á botninum”

  1. Skúli Avatar
    Skúli

    Vil þakka þér fyrir þessa síðu. Virkilega flott og full af fróðleik.
    Hef staðið mig að því að kíkja stundum nokkrum sinnum á dag eftir nýjum uppfærslum!

    Líkar við

  2. Kristján Avatar

    Takk fyrir þetta Skúli. Já, ég á mér nokkrar svona síður sem maður skoðar ítrekað, jafnvel sama daginn. Annars er ég kominn á lagið með að nota Google Reader til að fylgjast með ýmsum síðum, nota RSS færslur. Algjör snilld.

    kv.Kristján

    Líkar við

Senda ábendingu

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *