Fyrir forvitnis sakir; hvað ætli margir lesi bloggið daglega, vikulega eða með einhvers konar áskrift? Sumar leiðir til að fylgjast með bloggi eru þannig úr garði gerðar að þær hafa engin áhrif á teljara síðunnar, þær laumast í nýjustu færslurnar án þess að ég viti nokkuð af því. Þess vegna langar mig að biðja þig, lesandi góður um tvo músarsmelli og svara skoðanakönnuninni hér til hliðar.

Það er ljóst að júlí og ágúst s.l. voru nokkuð drjúgir og mesta daglega traffík frá upphafi voru 533 heimsóknir þann 21.júlí, en nokkuð hefur dregið úr aðsókninni með haustinu.
Senda ábendingu