Hrognaflugur

Þegar haustið nálgast og silungurinn fer að taka á sig riðbúning opnast alveg nýr heimur fyrir veiðimanninum. Atferli fisksins tekur breytingum, urriðinn verður grimmari og bleikjan hópar sig í vötnunum.  Fram að hrygningu er urriðinn sérstaklega sólginn í hrogn, jafnt eigin tegundar og annarra.

Hrognafluga úr antron

Í nýlegri veiðiferð varð ég vitni að þessu atferli svo um munaði og varð hugsað til þess að lítið hefur farið fyrir svo kölluðum hrognaflugum hér á Íslandi. Erlendis hafa menn notað léttar, í það minnsta léttari stangir og flotlínu í þessa veiði og auðvitað flugur. Þær flugur sem ég hef skoðað eru allar nokkuð keimlíkar; appelsínugulur hár/garn bolti á hefðbundnum stuttum öngli, þyngdar eða ekki. Auðvitað eru síðan til listaverk sem menn hafa dundað sér við að útbúa úr plastefnum, fljótandi eða föstum sem ná ótrúlegri líkingu við hrogn.

Hrognafluga úr plastefni

Hvort þessar flugur höfði eitthvað til urriðans í líkingu við raunverulegar hrognabrækur þori ég ekki að fullyrða en sjálfsagt er að hnýta nokkrar svona og taka með í veiðina þar sem urriða er von núna í haust. Nú, ef maður nær ekki tökum á svona hárboltum, þá má alltaf taka með sér stuttan orange Nobbler. Kannski er hér einmitt komin skýringin á því að urriðinn tekur það ólíkindatól. Eins og ég gat um áður er nokkuð misjafnt hvort menn þyngja hrognaflugur eða veiða þær við yfirborðið, en það er tiltölulega auðvelt að fela þyngingu undir bústnum búk hennar. Stærðirnar eru, sýnist mér frá #10 og niður í #16.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.