Flýtileiðir

Langavatn 8.- 10.júlí

Næstum upp á sömu daga og í fyrra, brá veiðifélagið sér í Langavatn (sjá ferð 9.-11.júli 2010) og gerði bara ágætan túr. Vatnið er alveg að smella í gang, lífríkið að kvikna og fiskurinn að færa sig upp úr dýpinu. Í þetta skiptið komum við okkur fyrir á ströndinni undir sæluhúsinu við Réttarmúla, en hreint ekki á sama stað og 21.ágúst í fyrra því þá hefðum við þurft að draga vagnana með bátum. Vatnið kemur sem sagt vel inn í sumarið, í það minnsta 1 metra hærra í því en í fyrra, spá-ný brú yfir Beilá og mikið búið að gera við veginn þarna upp eftir. Töluvert af  fiski á ferðinni, mikið af smárri bleikjur og Murtu, en einnig vænar bleikjur á bilinu 1-2 pund, þar af 4 sem lentu í kæliboxinu hjá Reykjavíkur deildinni og 3 hjá Mosó. Reykjavíkur deildin tók alla sína á ofvaxinn Peacock, en Mosó á maðk. Allri Murtu og litlum tittum sleppt, eitthvað á bilinu 8-10 stk.

4 responses to “Langavatn 8.- 10.júlí”

  1. G. Hjalmar Avatar
    G. Hjalmar

    Góðar fréttir og vonandi að Hítarvatnið sé líka að taka við sér.

    Mig langar að forvitnast aðeins; er fólksbílafært að vatninu og hversu lengi er maður frá höfuðborginni?

    Líkar við

  2. Kristján Avatar

    Sjálfur er ég á Suzuki Grand Vitara (óbreyttum) og á ekki í neinum vandræðum meira að segja með fellihýsið í eftirdragi. Ef rólega er farið þá er alveg vel fólksbílafært inn að vatninu og ferðin tekur u,þ.b. 2 klst. frá Reykjavík.

    Líkar við

  3. G. Hjalmar Avatar
    G. Hjalmar

    Takk takk.

    Annars langar mér að hrósa þér fyrir frábært blogg en þú ert sá eini sem ég finn með reglulegar færslur af silungsveiðislóðum og annað skemmtilegt.

    Líkar við

  4. Kristján Avatar

    Takk sömuleiðis fyrir innlitin á bloggið. Já, því miður eigum við silungsveiðimennirnir ekkert of mikið af fréttafærslum eftir að laxveiðitímabilið hefst, það er eins og ekkert annað sé að gerast í veiði heldur en lax. Einna helst að við sjáum líf á veidi.is, eins og þú þekkir sjálfur.

    Líkar við

Senda ábendingu

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *