Það bara hlýtur að vera eitthvað að flugnavalinu hjá mér. Skrapp í Vífó og barði vatnið í ekkert of góðu veðri frá um 10 – 12 í morgun og varð ekki var. Að vísu var vatnið töluvert gruggugt vegna vinds og ekki var nú hitanum fyrir að fara, en næstu menn urðu þó í það minnsta varir við fisk. Og jæja, það gengur bara betur næst.









Senda ábendingu