Flýtileiðir

Þumallinn ofaná

Þegar þú hefur náð að leggja stöngina rétt í lófa þér, þá ert þú kominn með upphafsstöðu eins algengasta grips veiðimannsins, þumallinn ofaná.

Framkast
Bakkast

Þumallinn ofan á er eitt þriggja algengustu gripa sem notuð eru. Mel Krieger og lærlingur hans Christopher Rownes mæla eindregið með þessu gripi og telja það öllum öðrum betur gert til að hjálpa veiðimanninum að hlaða stöngina. Aðrir spekingar setja helst út á þetta grip að veiðimenn sem nota það hneigist frekar en aðrir til að rykkja í og/eða ýta stönginni sem bíður heim hættunni á að stangartoppurinn sé látinn um alla vinnuna.

Eitt svar við “Þumallinn ofaná”

  1. Hvort gripið? « FLUGUR OG SKRÖKSÖGUR Avatar

    […] meðan sumir veiðimenn og kastkennarar mæla með Þumal ofaná, þá mæla aðrir með V-gripinu. Hér ræður ekki aðeins smekkur manna. Nokkrir aðrir þættir […]

    Líkar við

Senda ábendingu

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *