- Þegar púpurnar fara á kreik í vatninu er um að gera að taka vel eftir hegðun þeirra, litbrigðum og því hvar í vatnsbolnum þær halda sig. Svo má prófa sig áfram með veiðiaðferð.

Veiða djúpt Áfram veiðum við með flotlínu, en í þetta skiptið með þyngdum púpum rétt fyrir utan og í kantinum. Taumurinn þarf að vera nokkuð langur, 18 – 25 fet. Eftir kastið verður að gefa mjög góðan tíma áður en inndráttur hefst með því að víxla línunni á milli fingra sér, hægt og rólega, ekki ólíkt því að við værum að veiða lirfur eins og t.d. Blóðorm. Umfram allt, inndrátturinn á jafnvel að vera hægari en þið í raun teljið hæfa.









Senda ábendingu