Þegar púpurnar fara á kreik í vatninu er um að gera að taka vel eftir hegðun þeirra, litbrigðum og því hvar í vatnsbolnum þær halda sig. Svo má prófa sig áfram með veiðiaðferð.

Hægur inndráttur Ólíkt dauðu reki er hægt að nota hægan inndrátt þótt vindinn vanti. Aðferðin á vel við þar sem púpurnar eru á sveimi í dýpra vatni en 1,5 m þó ekki mikið dýpra en á 4 m. Sem áður er best að nota flotlínu, þó með nokkuð lengri taum (10 – 15 fet), leyfið púpunni að sökkva á tilgreint dýpi og hefjið þá rólegan inndrátt, 5 sm í einu með 5-10 sek. pásum á milli. Gerið tilraunir með mismunandi dýpi, gott að nota niðurtalningu. Búast má við nettum tökum og því um að gera að vera á tánum.









Senda ábendingu