Þegar púpurnar fara á kreik í vatninu er um að gera að taka vel eftir hegðun þeirra, litbrigðum og því hvar í vatnsbolnum þær halda sig. Svo má prófa sig áfram með veiðiaðferð.

Dautt rek Þessi tækni er tilvalinn ef púpurnar halda sig á u.þ.b. 1,5 metrum eða grynnra. Best er að nota flotlínu með 8 – 12 feta taum, grönnum taumenda (5x eða 6x) og óþyngdar púpur. Kastið upp í eða þvert á vindinn og leyfið línunni einfaldlega að reka með vindi, gætið þess aðeins að taka inn allan slaka á línunni því tökurnar eru afskaplega nettar og því er um að gera að geta bugðist hratt við. Ágætt tilefni til að nota tökuvara.









Senda ábendingu