
Slakur veiðimaður gerir færri mistök en sá spennti. En því er hreint ekki þannig farið með línuna, slök lína fjölgar mistökunum. Ég hef heyrt margar ágiskanir um fjölda fiska sem við missum af vegna þess að línan er slök og við annað hvort finnum ekki eða erum allt of sein að bregðast við þegar fiskur tekur.
– Ef fluguna rekur, fyrir vindi eða straumi, gættu þess að taka slakann af línunni þannig að þú takir örugglega eftir þegar hann nartar.
– Ef þú sérð illa til, settu tökuvara á áætlaða dýpt og dragðu inn þar til tökuvarinn hreyfist. Þá ertu á tánum.









Senda ábendingu