Flýtileiðir

Að verka væng – dagur tvö

Fyrst af öllu; mér urðu á mistök í gær þegar ég stakk vængjunum í rennilásapoka í stað þess að nota bréfpoka eða lítinn pappakassa. Þegar ég vitjaði vængjanna í morgun tók ég eftir því að töluverður raki hafði safnast innan í pokanum sem betur hefði sloppið út. Auðvitað fór ég á netið og fann þá einmitt svona tilfelli sem annar grúskari hafði lent í, hann skipti all snarlega um og setti vængina í bréfpoka þannig að betur loftaði um þá. Annars hefur þetta bara farið vel af stað, kjötið hefur nú þegar skroppið verulega saman. Spennan magnast…

Eitt svar við “Að verka væng – dagur tvö”

  1. Palli G Avatar
    Palli G

    Gaman að fylgjast með framvindunni á þessu.

    Sá að lítið er um comment þannig að ég vildi kvitta fyrir mig. Mjög fróðleg og skemmtilega síða hjá þér.

    Líkar við

Senda ábendingu

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *