Sílableikjan er silfruð með ljósum doppum. Hún heldur sig mest á botninum, frekar djúpt og þá helst innan um botngróður á 10 – 30 m dýpi. Þrátt fyrir þetta má almennt vænta sílableikju á nánast öllum búsvæðum bleikju. Sílableikjan dökknar mikið á höfði, hliðum og baki á hryggningartímanum og líkt og kuðungableikjan, roðnar hún á kviði. Fiskurinn verður kynþroska 6 – 10 ára og hryggning stendur yfir allt frá september og fram í nóvember.

1 Athugasemd