Stangveiði snýst um að njóta náttúrunnar og góðs félagsskapar. Það var einmitt það sem við hjónin gerðum í dag, skruppum á Þingvöll og æfðum nokkur fluguköst í blíðunni undir Arnarfelli, með heitt á brúsa í frábæru veðri. Og við vorum ekki þau einu sem fórum fisklaus heim, veiðiverðir Þjóðgarðsins tjáðu okkur að það hefði ekki komið branda upp úr vatninu í dag. Sjálf heyrðum við í þremur sem ekki urðu einu sinni varir, sáu þó fisk en hann tók ekkert.









Senda ábendingu