| Erlent heiti | Íslenska | | Skýring |
| saddle feather | söðulfjöður |  | Fjaðrir til fluguhnýtinga sem teknar eru af síðu fuglsins sem kallast söðull. |
| salmon fly | laxafluga |  | Fluga sem notuð er við laxveiðar. |
| salvelinus alpinus | heimskautableikja |  | Heimskautableikja er laxfiskur sem lifir bæði í vötnum og sjó á Norðurslóðum. Vísindaheiti: Salvelinus alpinus. Víða finnast tveir stofnar bleikju í hverju vatnakerfi, en þekkt að fjórir stofnar finnist í sama kerfi, t.d. í Þingvallavarni: • Dvergbleikja er smæst bleikju á Íslandi, yfirleitt á bilinu 7 – 24 sm. Heldur sig á grynningum og í efri hluta vatnsbolsins, lifir mest á vatnabobbum og smágerðum kröbbum. • Murta er nokkru stærri en dvergbelikja, oft tekin í misgripum fyrir smávaxna / ófulltíða sílableikju. • Kuðungableikja getur orðið 25 – 50 sm fullvaxin. Þrátt fyrir nafnið lifir kuðungableikjan ekki aðeins á kuðungi. Hún leggur sér einnig til munns mý, hornsíli og ýmis botnlæg dýr. • Sílableikja er að öllu jöfnu stærst bleikju á Íslandi. Heldur sig djúpt í vatnsbolnum en þó má vænta hennar á öllum búsvæðum bleikju. |
| scissors | skæri |  | Skæri til fluguhnýtinga. Hnýtarar hafa gjarnan tvenn skæri við hendina, önnur fyrir grófara efni og önnur fyrir fjaðrir og fíngerðara efni. |
| scothdhonn | brúnleitt | ga | Írska: brúnleitur litur |
| scothdubh | dökkt | ga | Írska: eitthvað er dökkt á litinn |
| seal | selur |  | Gjarnan með viðskeytinu en:fur og er þá átt við selshár. |
| searun | sjógenginn |  | Fiskur sem dvelur að hluta í sjó en gengur upp í ferskvatn til hrygningar eða reglulega. |
| searun trout | sjóbirtingur |  | Urriði sem dvelur fyrstu 2 – 5 árin í ferskvatni en gengur síðan til sjávar nefnist sjóbirtingur. Misjafnt er hve lengi sjóbirtingurinn dvelur í sjó, allt frá 3-4 vikum og upp í 3-4 mánuði. |
| shank | leggur á öngli |  | Leggur á öngli, nær frá auga og aftur að bug. |
| shellcase | skel |  | Bak skordýrs og flugu sem gert er úr skel og oft er byggt með lakki eða latex strimil. |
| shooting line | skotlína |  | Lína sem er þeim eiginleikum búin að auðvelt er að skjóta / hraða henni í kastinu. |
| shooting taper | skothaus |  | Flugulína þar sem hausinn hennar er þannig byggður að línan á auðveldara með að skjótast fram. Einkennd með ST. |
| shoulder | auga |  | Fjöður eða annað efni sem fest er rétt aftan við eða á haus flugu til að líkja eftir augum smáfisks. |
| shoulder feather | axlarfjöður |  | Fjaðrir til fluguhnýtinga sem teknar eru af öxl fuglsins. |
| sickle | stélfjöður |  | Stélfjöður af fugli. Yfirleitt langar og samhverfar, þ.e. fanir þeirra eru jafn stórar báðu megin við hrygginn. |
| side | hlið |  | Hlið (flugu, vængs, fugls o.s.frv.) |
| silver | silfur | en | Tvíþætt merking: • silfurlitur á ýmsu hráefni til fluguhnýtinga • silfraður vír til fluguhnýtinga, til í ýmsum sver- og stífleikum |
| single hook | einkrækja |  | Einfaldur öngull, þ.e. auga, leggur og einn oddur. |
| sink rate | sökkhraði |  | Sá tími sem það tekur línu að sökkva, oft mældur í tommum á sekúndu. |
| sink tip fly line (F/S) | sökkendalína |  | Flugulína sem er flotlína (F) en endi hennar, gjarnar án samsetningar, er sökklína (S). Oftast hægt að velja um enda í mismunandi lengdum, allt frá 4 fetum og upp í 30 fet. Þessi tegund línu er gjarnan notuð við veiðar í straumvatni eða djúpum gígvötnum. |
| sinking line | sökklína |  | Flugulína sem er hönnuð þannig að hún sekkur öll í vatninu, stundum kölluð heilsökkvandi lína. Einkennd með S. |
| skunk | skúnkur |  | Skúnkur |
| smolt | smolt |  | Tökuorð úr ensku: Ungviðið laxfiska sem hefur yfirgefið hrygningarmölina og náð þeim þroska að ganga til sjávar. |
| soilleir_uaine | ljósgrænt | gd | Skosk gelíska: ljósgrænn litur |
| soilleir-dhonn | ljóstbrúnt | gd | Skosk gelíska: ljósbrúnn litur |
| spade hackle | spaðafjöður |  | Spaðafjöður af ýmsum fuglum. |
| spawn | hrygning |  | Þegar hrygna hrygnir hrognum og hængur frjóvgar þau með svilum. |
| spin | vefja |  | Hér er átt við þegar efni er vafið um búk flugunnar. |
| spiracle | andop |  | Andop við tálkn á fiski, einnig nefnt innstreymisop. |
| splayed | klofið |  | Hér er átt við tegund vængs, skeggs eða skotts á flugu sem útbúið er með einni eða tveimur fjöðrum, stíffönum t.d. þannig að þeir leggist V-laga úr frá búk flugunnar. |
| spool | spóla |  | Spóla á flugu- eða veiðihjóli. |
| spun | vafið |  | Hvert það efni sem vafið er í hring á flugunni, t.d. hringvaf og búkefni. |
| squirrel | íkorni |  | Íkornahár eru fíngerð, rákótt og tilvalin í straumflugur. Þau endast vel og auðvelt er að vinna með þau. Ýmist lituð eða náttúrulega grá eða brún. |
| stem | fjöðurstafur |  | Stafur sem myndar hrygg fjaðrar, gjarnan holur en þó ekki algilt. Beggja vegn við hann liggja fanirnar sem myndaðar eru úr geislum. |
| stonefly | steinfluga |  | Mikilvæg fæða vatnafiska um víða veröld, en hér á landi finnst aðeins ein ófleyg tegund hennar, Capnia vidua sem finnst víða snemma vors og þá helst þegar gyðlur hennar skríða upp að vatnsborðinu og fulltíða dýrin fara á stjá (la:plecoptera) |
| streamer | straumfluga |  | Fluga sem líkir gjarnan eftir smáfiski, hornsíli eða ungviði fiska. |
| strike | taka |  | Hugtak sem notað er um það þegar fiskur tekur agn, hvort sem hann festist á önglinum eða ekki. Til eru nokkur afbrigði töku, t.d. nart sem er afskaplega áhugalaus taka. |
| strike indicator | tökuvari |  | Flot eða flotefni sem fest er á taum eða línu sem gefur til kynna þegar fiskur er að narta í fluguna. |
| strip | lengja | en | Lengja af efni til fluguhnýtinga, oft haft um skorinn renning af feld. |
| strip wing | einfaldur vængur |  | Vængur á flugu sem útbúinn er úr einni fjöður í stað tveggja eða fleiri. |
| stripping line | inndráttur |  | Hér er átt við inndrátt flugulínu þegar veiðimaður grípur um línuna með tveimur eða fleiri fingrum og dregur hana inn í stað þess að nota veiðihjólið. |
| surgeons knot | skurðlæknahnútur |  | Einfaldur og góður hnútur til að tengja saman taumaefni af svipuðum sverleika. |
|
svipgerð
| svipgerð |  | Svipgerð lýsir útlitseinkennum fiska sem mótast hafa af erfðum og umhverfisáhrifum. Helstu svipgerðir bleikju eru t.d. dvergbleikja, murta, kuðungableikja og ránbleikja (sílableikja). |
| swisstraw | |  | Margþátta strá sem gert er úr viskósutrefjum, verða flöt og meðfærileg til hnýtinga þegar þau eru bleytt. |
| synthetic | gervi | en | Gerviefni |