White Death

Þó þessi fluga hafi verið sett saman fyrir regnbogasilung og lax vestur í Ameríku, þá er að mínu viti ekkert sem segir að urriðinn taki ekki þessa flugu líka. Jeff Blood, höfundur flugunnar hefur ekkert farið leynt með að hún sé frekar útfærsla þekktra zonker flugna heldur en nokkuð annað. Jeff þessi er vel þekktur veiðimaður vestan hafs, fæddur og uppalinn á bökkum Erie vatns í Ohio og þar hefur hann að mestu alið aldur sinn þó hann hafi veitt víða um heim.

Fluguna er tiltölulega auðvelt að hnýta þegar smá tökum hefur verið náð á zonker skinni á annað borð.

Höfundur: Jeff Blood
Öngull: 2XL straumflugukrókur #8 – #12
Þráður: svartur í haus, rauður eða orange í aftari festingu
Búkur: silfraður mylar smokkur
Vægur og skott: hvítt zonker skinn, minnkur eða kanína
Haus: svartur, lakkaður

Að þessu sinni eru tvö myndbönd sem fylgja þessari uppskrift. Á því fyrra má sjá höfund flugunnar hnýta hana en á því síðara fer Tim Flagler nákvæmlega yfir örlítið aðra útfærslu flugunnar.

Create a website or blog at WordPress.com