Viva

Sumar flugur verða einfaldlega klassískar um leið og þær koma fram á sjónarsviðið. Það er óhætt að segja að Viva sé ein þeirra flugna því frá því hún kom fram á sjónarsviðið, einhvern tíma á áttunda áratug síðustu aldar, þá hefur hún verið einstaklega vinsæl á Bretlandseyjum, hér á Íslandi og vitaskuld víðar.

Þegar höfundur flugunnar er nefndur, þá kemur nafn Victor Furse oftast upp. Aðrir eru nefndir til sögunnar en það er skiljanlegt því svipaðar flugur voru þegar þekktar þegar Victor renndi þessari flugu af færibandinu. Flestar þeirra flugna sem voru til þegar Viva leit dagsins ljós voru með annað hvort hár- eða fjaðurvæng og meira í ætt við gamlar klassískar votflugur og eins og oft vill verða þegar keimlíkar flugur birtast á sjónarsviðinu, þá vildu nokkuð margir Lilju kveðið hafa.

Ástæða þess að ég segir að Victor hafi rennt þessari flugu af færibandinu er að flugan er skírð í höfuðið á fólksbíl, Vauxhall Viva. En Victor vann einmitt við samsetningu þeirra bíla, að öllum líkindum í Ellesmere, skammt sunnan Liverpool ef marka má þær fáu upplýsingar sem hægt er að finna um hann.

Vauxhall Viva

Höfundur: Victor Furse
Öngull: #8 – #12 votfluguöngull
Þráður: svartur 8/0
Skott: fluor grænt floss, ull eða antron
Vöf: flatt silfrað tinsel
Búkur: svart Chenille
Skegg: svart antron eða svört hanafjöður
Vængur: svart Marabou
Haus: svartur, lakkaður

Hér að neðan má sjá það myndband sem kemst einna næst uppskriftinni:

Create a website or blog at WordPress.com