
Þessi Rauða
Ef Veiðivatnaflugur eiga eitthvað eitt sameiginlegt, þá er það trúlega hreyfanlegt skott, helst úr marabou og með nokkrum glitþráðum. Hér er á ferðinni ein sem pottþétt á heima í þeim hópi, sver sig í afar stóra og marbreytilega ætt þeirra flugna sem hafa tekið út þroska og verið reyndar í Veiðivötnum á Landmannaafrétti.
Það má alveg lesa í þessi orð að svipmót margra flugna sem kenndar hafa verið við Veiðivötn sé svipað, sem er vissulega rétt ályktað. En þá reynir á smáatriðin, þetta litla sem skilur á milli bara flugu og gjöfullar flugu. Ekki skemmir þegar hnýtarinn reynir fluguna sjálfur, byrjar á hugmynd að útfærslu, lagfærir hana örlítið og reynir aftur, gerir mögulega enn aðra breytingu og þannig koll af kolli, allt þar til hann er sáttur.
Ég er ekki viss um að Helga Gísladóttir geti sagt nákvæmlega til um það hve margar útfærslur hafa orðið til af þessari flugu, en mig grunar að þær séu nokkrar. Þeim sem fylgst hafa með Febrúarflugum í gegnum árin, rámar örugglega í nokkrar myndir af þeirri Rauðu í gegnum árin. Ef rýnt er í þessar myndir, má alveg sjá nokkrar breytingar á milli ára, en hér birtist sú uppskrift sem Helga leggur á borð fyrir vini og vandamenn í dag (2025).
Gjöful fluga, fallega útfærð og hefur notið mikillar hylli í Veiðivötnum og víðar á undanförnum árum, m.a. Laxá í Laxárdal og í birtingi á vorin.
Útfærsla: Helga Gísladóttir
Öngull: Ahrex NS115 eða Kamasan B175 #6 eða #8
Þráður: Semplerfli Nano silk 100D Red
Skott: Marabou – rautt
Glitþráður: Veniard Crystal mirror flash red
Butt: Glo-brite #12 Lime Green
Búkur: Veniard UV straggle red std
Augu: Hareline Double Pupil Lead dumbell augu small Orange.
Kragi: Veniard Short cock hackle Magneta






