
Skue’s Nymph
Rétt eins og Pheasant Tail Sawyer’s er Skue’s Nymph klassíker. Frábær fluga sem hefur sannað sig í gegnum tíðina og hefur getið af sér ótal mörg afkvæmi, skilgetin og óskilgetin.
Óskilgetin afkvæmi þessarar flugu eru næstum jafn mörg og afkvæmi Pheasant Tail og þarf engan að furða. Báðar eru þessar flugur magnaðar upprunalegar, svo magnaðar að óskilgetin afkvæmi þeirra verða oft hjákátleg í samanburði.
Hér styðst ég við uppskrift sem Skotar og Írar hafa verið duglegir að nota í gegnum tíðina, e.t.v. ekki alveg 100% original, en góð samt.
Höfundur: G.E.M. Skues
Öngull: Hefðbundin 10 – 16
Þráður: Brown / Camel 6/0
Skott: Brown cock hackle
Vöf: Fínn koparvír
Búkur og thorax: Brúnt dub
Vængstæði og kragi: Brown ringneck pheasant fibers
Bleikja | Sjóbleikja | Urriði | Sjóbirtingur |
---|---|---|---|
12,14,16 | 10,12,14,16 |