Royal Wulff

Auðvitað vekja svona flugur athygli, þær eru jú kallaðar á erlenda tungu ‘Attractors’ sem ég hef laumast til að kalla glepjur. En þessi fluga vekur reglulega athygli fyrir annað og meira; Hversu stutt getur verið á milli frumgerðar og þess að menn gefi meintri eftirlíkingu nýtt heiti? Það er ekkert laununga mál að Lee Wulff hafði Royal Coachman í huga þegar hann bætti smá fitu utan á þessa flugu árið 1930 í þeirri trú að silungurinn léti frekar glepjast að feitum og fallegum flugum heldur en einhverjum renglum.

Hin síðari ár hefur munurinn á milli þessara Royal (Coachman og Wulff) farið minnkandi enda þessum flugum oft slegið saman í eina í verslunum. Efnið er eftir sem áður annað og upprunalega er hin konungborni Wulff öllu þykkari en Coachman.

Höfundur: Lee Wulff / John Haily / Tom Bosworth
Öngull: Þurrfluguöngull 12 – 20
Þráður: Brúnn 6/0
Skott: brún hjartarhár
Búkur: Peacock / rautt silki / Peacock
Kragi: brún hænufjöður, hringvafinn
Vængur: Kálfhali
Haus: létt lakkaður

BleikjaSjóbleikjaUrriðiSjóbirtingur
12,14,16,2012,14,16

Create a website or blog at WordPress.com