Royal Coachman

Forfaðir allra glepjuflugna (attractor fly) sem komið hafa fram.

Bandaríkjamaðurinn John Haily kynnti hana fyrst til sögunnar árið 1878 sem þurrflugu upp úr Coachman flugu Englendingsins Tom Bosworth frá um 1820.

Þessi fluga, eins ólíkindaleg og hún lítur nú út, hefur verið ótrúlega vinsæl allar götur síðan.

Það var svo löngu, löngu síðar að Lee Wulff tók þessa flugu til endurskoðunar og úr varð Royal Wulff, en það er önnur saga sem verður e.t.v. sögð síðar og á öðrum stað.

íðan má ekki gleyma því að þessi fluga er einnig til sem votfluga og þannig hef ég reynt hana nokkrum sinnum.  

Höfundur: John Haily / Tom Bosworth
Öngull: Þurrfluguöngull 12 – 20
Þráður: Svartur 6/0
Skott: Pheasant tippets
Búkur: Peacock / rautt silki / Peacock
Kragi: brún hænufjöður, hringvafinn
Vængur: Hvít önd
Haus: létt lakkaður

BleikjaSjóbleikjaUrriðiSjóbirtingur
10,12,14,16,2010,12,14,16

Myndbandið sem hér fylgir er að vísu af grænum Royal Coachman, en aðferðin er jú sú sama og handbragð Davie McPhail er alltaf aðdáunarvert.

Create a website or blog at WordPress.com