
Rektor
Laxá í Mývatnssveit hefur óbeint getið af sér fjölda flugna, Rektor er ein þeirra. Fluguna hnýtti Kolbeinn Grímsson og lét Bjarna Kristjánsson, rektor Tækniskólans hafa hana ónefnda til reynslu við Laxá. Í lok dags hafði flugan fært Bjarna fjölda fiska og þegar Kolbeinn var inntur eftir nafni hennar, skýrði hann hana umsvifalaust Rektor.
Krókur: legglangur straumfluguöngull, #8 – #6
Hnýtingarþráður: gulur 6/0
Undirlag: gul ull vafin í vindillaga búk (sérviska undirritaðs)
Skott og búkur: Gul-litaðar söðulfjaðrir hana
Vængur: Gulur íkorni
Kinnar: Jungle Cock
Kragi: Gul-lituð söðulfjöður hana
Haus: hot orange / rauður hnýtingarþráður eða lakkaður rauður
Hér að neðan má sjá höfund flugunnar, Kolbein Grímsson hnýta hana undir spjalli við þáttargerðamenn Sporðakasta árið 1993.

