Hnýtt af höfundinum, Jóhanni Ólafi Björnssyni.

Rauð-Vín

Ein þeirra flugna sem fyrst kom fyrir almenningssjónir í Febrúarflugum 2025 var vínilpúpa nokkur ofan af Skaga sem síðar fékk nafnið Rauð-Vín. Höfundur hennar, Jóhann Ólafur Björnsson ætlaði hana í upphafi fyrir sjóbleikju, en þegar birtingurinn tók hana líka var hún reynd í staðbundnum urriða og bleikju sem fúlsuðu heldur ekki við henni.

Sem sagt; hér er á ferðinni alhliða fluga, nánast öll úr flúrljómuðu efni sem virðist höfða til allra silunga (en hefur valdið undirrituðum smá erfiðleikum í myndatöku, svo ljómandi er hún). Að sögn höfundar hefur flugan reynst sérstaklega vel í ljósaskiptunum og fram í myrkur.

Höfundur: Jóhann Ólafur Björnsson
Öngull: Ahrex curved nymph eða sambærilegur (#10 – #16)
Kúla: gull
Þráður: bleikur flúrljómaður 12/0
Skott: flúrljómað chartreuse
Vöf: gullvír
Búkur: flúrljómað bleikt vínil rib
Kragi: flúrljómað bleikt icedub

Hnýtt af höfundinum, Jóhanni Ólafi Björnssyni.

Hér má sjá Jóhann Ólaf hnýta Rauð-Vín þegar hann heimsótti Ívar Hauksson í Flugusmiðjunni.