
Rackelhanen
Rackelhahn er blendingur af fasanategund (Þiði) og hænsfugls (Orra) sem er af sömu ætt og rjúpan. Ég þori hreint ekki að kveða upp úr um það hvort þessi blendingur sé í raun til eða hvort hann er einhver þjóðsaga eins og íslenska skoffínið sem á að vera afkvæmi kattar og refs. Hvað sem því líður er Rackelhane afar einföld, einsefnisfluga sem seint verður talin til fallegustu flugna sem komið hafa fram. Meira að segja höfundur hennar, Kenneth Boström sem útbjó þessa flugu árið 1967, faldi fluguna lengi vel fyrir almenningi því honum þótti hún hreint ekki frambærileg. Engu að síður notaði hann þessa flugu töluvert og með góðum árangri og þannig fór að lokum að tilurð hennar lak út og nafnið Rackelhanen festist við hana.
Flugan er hástæð í vatni og gefur vel þegar vorflugan klekst út rétt undir yfirborðinu. Afbrigði þessarar flugur eru fjölmörg, allt frá því að vera úr öðrum lit en upprunalega brúna litnum og yfir í það að vera með ljósan væng og dökkan búk og yfir í það að vængurinn sé hnýttur úr CDC fjöður og jafnvel með hringvafi framan við haus.
Höfundur: Kenneth Boström
Öngull: fíngerður púpukrókur, jafnvel þurrfluguöngull #10 – #16
Þráður: brúnn 12/0
Búkur og dub: polygarn með góðum floteiginleikum
Haus: svartur, lakkaður
Uppskriftin hér að ofan er upprunaleg uppskrift Kenneth, en myndbandið víkur nokkuð frá henni: