
Professor
Klassískur fræðimaður frá Skotlandi, ein af elstu núlifandi flugum og þá á ég við að hylli hennar er enn gríðarleg meðal silungsveiðimanna og þá helst eins og hún var hnýtt upphaflega, með hringvafi úr langri fjöður sem nær ríflega öngullegginn.
Einhvers misskilnings gætti um tíma um uppruna hennar, jafnvel talinn Amerísk, en höfundur hennar er nú samt John Wilson frá Edinborg sem var uppi á árunum 1785-1854.
Tod Stoddart nefnir þessa flugu í bókum sínum og leggur áherslu á hún sé sérstaklega kræf í vatnaurriða á vorin og sjóbirting síðla sumars.
Höfundur: John Wilson
Öngull: Hefðbundin 8 – 12
Þráður: Svartur 8/0
Skott: Rauð gæs
Vöf: Fínt ávalt tinsel eða koparvír
Búkur: Gult floss
Vængur: Dröfnótt önd, samanbrotin
Kragi: Brún hackle
Bleikja | Sjóbleikja | Urriði | Sjóbirtingur |
---|---|---|---|
8,10,12 | 8,10,12 |
Davie McPhail setti í þessa flugu samkvæmt beiðni hér um árið og tókst að venju snilldar vel til:
Ívar í Flugusmiðunni hefur líka lagt sitt til málanna og setti kennslumyndaband um fluguna inn á rás Flugusmiðjunnar þar sem ýmissa grasa kennir fyrir fluguáhugamenn: