Prince Nymph

Ein besta alhliða silungafluga allra tíma þó hún hafi upphaflega verið hönnuð sem eftirlíking gyðlu steinflugunnar.

Sú uppskrift sem ég styðst við hérna er að finna í ‘The Fly-tying bible’ eftir Peter Gathercole með þeirri breytingu þó að ég kýs að setja kúluhaus á kvikindið eins og sýnd er á myndinni.

Kúluna yfirspekka ég gjarnan um eina stærð miðað við öngulstærð, svona til að þess að koma henni betur niður.

Einhverra hluta vegna hef ég aldrei náð fyllilega nafni höfundar flugunnar, nokkur hafa verið nefnd, en öll sett fram með fyrirvara.

Öngull: Legglangur 8-12
Þynging: Blýþráður
Þráður: Ljósbrúnn 6/0
Skott: Brún gæsa ‘biots’
Vöf: Ávalt gull
Búkur: Peacock
Vængir: Hvítir gæsa ‘biots’
Kragi: Brún hænufjöður

BleikjaSjóbleikjaUrriðiSjóbirtingur
Stærðir 8,10,12Stærðir 8,10,12

Create a website or blog at WordPress.com