Peacock

Konungur silunganna, veiðnasta fluga landsins, sú eina sanna og þar fram eftir götnum. Allt eru þetta orð sem hafa verið viðhöfð um Peacock. Stór orð, en væntanlega hefur hann staðið undir þeim hjá mörgum veiðimanninum í gegnum tíðina.

Sjálfur hef ég þá trú að þessi fluga sé oftar en ekki hnýtt of lítil og við veiðimennirnir séum of gjarnir á að skipta niður í stærð þegar hún gefur ekki, frekar en upp.

Ég á nokkrar sögur af því að þegar lítill gaf ekkert og ég stækkaði upp um nokkrar stærðir, þá fór hún að gefa. Jafnvel ógnar-stór hefur þessi fluga gefið mér mjög væna fiska.

Uppskriftin sem er hér að neðan er samkvæmt áreiðanlegum heimildum eins og höfundur flugunnar, Kolbeinn Grímsson hnýtti hana upphaflega:

Höfundur: Kolbeinn Grímsson
Öngull: Legglangur 10 – 12
Þráður: Svartur
Búkur: Páfuglsfanir 5 – 6 stk. vafin um hnýtingarþráðinn
Kragi: Globrite #5 (appelsínugulur flurocent þráður)

Það eru síðari breytingar að vefja kopar- eða gullvír yfir búk flugunnar eða bæta kúlu á hana, hvað þá að setja á hana skott eins og ég geri gjarnan sjálfur.

BleikjaSjóbleikjaUrriðiSjóbirtingur
8,10,12,14 10,12,148,10,12,1410,12, 14

Hér að neðan má sjá hvernig Eiður Kristjánsson hnýtir Peacock: