Mrs. Simpson

Þessi fluga er kennd við hertogaynjuna af Windsor, Mrs. Wallis Simpson sem, enn það dag í dag, er eina konan sem hefur þótt meira spennandi en allt Breska heimsveldið.

Að sögn eru fleiri konungar en þeir Bresku sem láta glepast af Mrs. Simpson. Sagt er að máttur þessarar flugu sé svo mikill að konungar Nýsjálensku vatnanna, urriðarnir, afsali sér konungsríki sínu og gangi flugunni sjálfviljugir á hönd. Flugan er óhemju vinsæl þarna hinu megin á jarðkúlunni og er hún fyrir löngu orðinn ein allra vinsælasta straumflugan í urriða þar um slóðir.

Höfundur: ókunnur
Öngull: Legglangur straumfluguöngull #2 – #10
Þráður: Svartur 6/0
Stél: Svartur íkorni
Búkur: Rauð ull
Skegg: Svartur íkorni (ef vill)
Vængir: Heilar fjaðrir hringfasana
Haus: Svartur

Create a website or blog at WordPress.com