Moto’s Minnow

Þessi fluga hefur annað slagið verið áberandi í umræðu á vefnum allt frá því um miðjan 10 áratug síðustu aldar. Höfundur hennar, Moto Nakamura virðist aftur á móti ekki vera alveg eins áberandi á vefnum og enn hefur mér ekki tekist að verða mér úti um bók eða tímarit þar sem hans er getið.

Eins og með margar aðrar flugur sem skráðar eru reglulega í veiðibækur, þá hafa orðið til nokkrar útgáfur af henni í gegnum tíðina. Sumar eru nokkuð frjálslegar miðað við upphaflegu uppskriftina og alls óvíst hvort Moto Nakamura væri sáttur við að hans nafn eða flugunnar væri lagt við þær allar. En kannski er Moto bara einn af þeim sem stendur slétt á sama hvernig aðrir leggja út frá hugmynd hans og kippir sér ekkert upp við ótalmörg afbrigði flugunnar undir þessu nafni.

Flugan er sögð sérstaklega sterk á vorin í urriða, æsti hann upp úr öllu valdi og glepur hann auðveldlega til töku.

Höfundur: Moto Nakamura
Öngull: 4XL straumflugukrókur #6 – #10
Þráður: hvítur 8/0 eða 70 denier
Haus: gylltur conehead, stærð L eða M
Þynging: 8 – 10 vafningar af blý- eða tungstenþræði á legginn
Skott: 6 strimlar af peacock hearl og hvítt marabou
Búkur: hringvafðar mallard fjaðrir alveg frá bug og fram að cone
Hringvaf: hvít söðulfjöður

Af öllum þeim myndböndum sem ég hef aðgang að, þá er þetta það sem ég tel gera flugunni góð skil:

Create a website or blog at WordPress.com