
Montana
Hér er á ferðinni fluga sem á ættir sínar að rekja til norðurhéraða Bandaríkjanna. Upphaflega hnýtt af Lew Oatman fyrir vatnsmiklar ár Montana en flugan hefur skipað sér fastan sess meðal vinsælustu vatnaveiðiflugna á Íslandi. Upphaflega átti þessi fluga að líkja eftir steinflugu og því ekki gott að segja til um hverju hún líkist í íslenskri náttúru því við eigum aðeins eitt afbrigði þeirrar flugu, ófleyga afbrigðið Capnia vidua.
Þessi fluga hefur gert það nokkuð gott í vötnum í nágrenni höfuðborgarinnar, svo sem Kleifarvatni, Meðalfellsvatni og eflaust víðar.
Höfundur: Lew Oatman
Öngull: Hefðbundin 6 – 14
Þráður: Svartur 8 /0
Skott: Svartar stélfjaðrir
Búkur: Svart chenille
Frambúkur: Gult chenille með svartri chenille rönd
Hringvöf: Svartar hanafjaðrir
Bleikja | Sjóbleikja | Urriði | Sjóbirtingur |
---|---|---|---|
10,12,14 | 6, 8,10,12,14 |