
March Brown
Þrátt fyrir að vera ein af ‘gömlu’ flugunum hefur March Brown ekki verið neitt afskaplega vinsæl hin síðari ár hjá okkur á Fróni, sem er í sjálfu sér einkennilegt því hér er á ferðinni fluga sem á ættir sínar að rekja í silungsveiði Hálanda Skotlands og fór fyrst á prent 1886 í flugubíblíu Pritt’s, North Country Flies. Fluga sem hefur alla tíð gefið vel í vatnaveiði á Bretlandseyjum og víðar.
Áhugi minn á þessari flugu vaknaði að ráði í sumar þegar ég fikraði mig áfram með áberandi gylltar útgáfu þekktra flugna eins og Pheasant Tail og fleiri, þannig að ég ákvað að koma uppskrift af henni fyrir á blogginu og þá sérstaklega þegar snillingurinn Davie McPhail setti myndband af henni á YouTube.
Höfundur: ókunnur
Öngull: Hefðbundin 8 – 16
Þráður: Rauður / orange / dökk brúnn 8/0
Skott: Bronze Mallard (sumir vilja þó sleppa skottinu)
Vöf: Gylt tinsel
Búkur: Grá-brúnn refur / íkorni / héri
Kragi: Fasanafjöður
Vængur: Fasanafjöður (væng gjarnan sleppt ef skotti er sleppt)
Haus: Koparkúla
Bleikja | Sjóbleikja | Urriði | Sjóbirtingur |
---|---|---|---|
10,12,14,16 | 10,12,14 |
Hér setur Davie McPhail toppinn á kökuna með því að hnýta full-klædda March Brown, með skotti, væng og kraga, glæsileg fluga.