Mallard & Claret

Eflaust finnst einhverjum það skjóta verulega skökku við að hnýta Mallard & Claret og nota eitthvað annað en Bronze Mallard (Mallard = stokkönd) í vænginn, en ég læt slag standa því mér og urriðanum finnst hún einfaldlega fallegri með síðufjöður íslensku stokkandarinnar.

Skarpari litaskil síðufjaðrar (pikkuð upp í veiðiferð í sumar) gera fluguna bara meira áberandi í vatninu, en auðvitað er þetta ekki Mallard & Claret í þessum búningi.

Höfundur: ókunnur
Öngull: Hefðbundin 12 – 16
Þráður: Svartur 8/0
Skott: Pheasant tippets
Vöf: Fínn koparvír
Búkur: Brúnt dub
Vængur: Bronze Mallard / síðufjöður stokkandar
Skegg: Svört hanafjöður

BleikjaSjóbleikjaUrriðiSjóbirtingur
 14,1612,14,16

Create a website or blog at WordPress.com