JS Buzzer

Sumar flugur fara ekki hátt í umræðunni svo árum og áratugum skiptir þangað til einhver góðhjartaður maður tekur upp á því að kunngera hana. Því er þannig farið með þessa flugu Jóns Sigurðssonar, hún fór ekki hátt meðal þorra fluguveiðimanna á Íslandi þar til Ívar Hauksson kynnti fluguna til sögunnar í heimildarmynd sinni um Jón Sigurðsson.

Einfaldleikinn er oft bestur og það verður ekki sagt um þessa flugu að hún sé flókinn, aðeins tvö hráefni, ef þráður og krókur eru undanskilin. Sjálfur hef ég átt þessa flugur í mínu boxi í einhver ár, hef einhvers staðar rekið augun í hana í boxi annars og hnýtti hana enn einfaldari; krókur, svartur þráður og Peacock herl.

Höfundur: Jón Sigurðsson
Öngull: hefðbundin púpukrókur #10 – #16
Þráður: svartur UNI 8/0
Búkur: svart glansandi Árórugarn
Hringvöf: peacock herl
Haus: svartur, lakkaður

Uppskriftin hér að ofan er fengin úr skýringum við myndband Flugusmiðjunnar sem líta má hér:

Create a website or blog at WordPress.com