Jock

Hér er ein sem er í raun lítið þekkt í þessu upprunalega formi sínu. Oftar en ekki hafa menn ruglað þessari saman við laxa-bróður hans, Jock Scott, en skv. heimamönnum (Skotum) eiga þær víst lítið sameiginlegt, urðu til hjá sitt hvorum aðilanum án vitundar um tilvist hvors annars, sel þetta ekki dýrara en ég las það.

Jock er sagður geysilega öflugur í urriðann þegar kvölda tekur á miðju sumri.

Eitt aðal einkenni þessarar silungaflugu er hvíti broddurinn í vængnum sem má víst alls ekki vanta.

Höfundur: ókunnur
Öngull: Hefðbundin 10 – 12
Þráður: Svartur 8/0
Skott: Gul hænufjöður
Vöf: Fínt ávalt tinsel eða koparvír
Búkur: Gult floss (2:5) / Svart floss (3:5)
Vængur: Mallard með hvítum broddi
Kragi: Guinea fowl

BleikjaSjóbleikjaUrriðiSjóbirtingur
10,12

Create a website or blog at WordPress.com