Hólmfríður – Hnýtt af Stefáni Bjarna Hjaltested

Hólmfríður

Ein veiðnasta straumfluga hérlendis í urriða, staðbundinn og sjógenginn. Nú ber svo vel í veiði að hér þarf ekki að hafa mörg orð um fluguna, alla söguna af tilurð hennar og í kaupbætti hvernig höfundur hennar, Kolbeinn Grímsson hnýtir hana má sjá og heyra í myndbandinu hér að neðan.

Stefán Bjarni Hjaltested hnýtti allar flugurnar á þeim myndum sem koma fyrir sjónir sem er vel við hæfi því hann og Kolbeinn veiddu oft og mikið saman. Þess má geta að Kolbeinn Grímsson var fæddur 10. desember 1921 og á þessu ári eru því liðin 100 ár frá fæðingu hans.

Höfundur: Kolbeinn Grímsson
Öngull: Legglangur 2 – 10
Þráður: Svartur 6/0
Búkur: Rauð ull aftan við haus
Skegg: Silfrað perlu flashabou, rautt marabou
Vængur: 2/3 gult marabou, 1/3 brúnt marabou
Kinnar: frumskógarhani
Haus: svartur

Sagan öll og handbragðið má sjá í þessu myndbroti úr Sporðaköstum frá árinu 1993:

Create a website or blog at WordPress.com