Hise’s Hetero-Genius

Höfundur þessarar flugu, Dave Hise, segir hana tilvalda leitarflugu, þ.e. flugu til að kanna hvort einhver fiskur leynist í vatninu. Sumir hafa sagt þessa flugu vera bræðing af Royal Wulff og Pheasant Tail sem má til sannsvegar færa m.v. útlitið. Appelsínuguli liturinn í flugunni er alveg vís með að kveikja vel í fiski.

Þessi fluga varð töluvert vinsæl undir lok síðustu aldar, seldist vel og náði töluverðri útbreiðslu, en lítið farið fyrir henni í umfjöllun á vefsíðum hin síðari ári, hverju sem það kann nú að sæta.

Það skal tekið fram að meðfylgjandi mynd af flugunni er fenginn að láni (með samþykki) frá Dave Hise, sjálfur hef ég ekki enn hnýtt þessa flugu.

Höfundur: Dave Hise
Öngull: Púpukrókur 10 – 16
Þráður: Hot Orange 6/0
Skott og vængstæði: Fasanafjöður
Vöf: Koparvír
Thorax: Peacock (brún frekar en græn)
Kragi: Svart dub (t.d. Hareline Ice Dub)
Haus: gull

Create a website or blog at WordPress.com