
Hise’s Carp Nasty
Enn heldur leit mín að flugum sem hnýttar eru úr föðrum Hringfasana áfram. Þessi árlega leit mín leiddi mig á slóðir Dave Hise að þess sinni, en fyrri leit mín hefur m.a. leitt mig á slóðir Mrs. Simpson. Þó þessi fluga beri nafn sem vísar á vatnakarfa, þá fullyrðir Dave að hann hafi veitt vartara, barra og fengrana á hana, en ekki bleikju eða urriða, ekki einu sinni regnbogasilung. Það gæti því orðið spennandi að prófa þessa flugu í okkar íslensku ferskvatnsfiskum.
Carp Nasty er nokkuð þekkt fluga í Bandaríkjunum og til í ótal útgáfum. Líkt og með margar aðrar flugur sem menn eiga við, þá ættleiða hinir ýmsu hnýtarar þær með því að bæta ættarnafni sínu við heiti þeirra, þannig er því farið með þessa útgáfu en myndbandið hér að neðan er ekki nákvæmlega sama flugan.
Það skal tekið fram að meðfylgjandi mynd af flugunni er fenginn að láni (með samþykki) frá Dave Hise, sjálfur hef ég ekki enn náð að hnýta þessa flugu svo vel útlítandi sé.
Höfundur: Dave Hise
Öngull: Votflugukrókur 8 – 12 / Grubber 8 – 12
Augu: Keilur eða vaskakeðja
Vöf: Koparvír
Fætur: Silly legs
Kragi/hringvaf: Fjöður úr hringfasana
Skott: Fjaðrir úr hringfasana