
Hexía
Þær verða nú stundum ekki til svona einn tveir og þrír, en stundum detta þær í kollinn á manni þegar minnst varir. En, þessi er alls ekki þannig. Tilraunir með þekktar flugur, tilraunir sem tókust miður vel, urðu kveikjan að þessari. Ég var sem sagt að reyna mig við flugur til höfuðs ákveðnu skordýri; Galdralöppinni. Málið var að hvorki ég né veiðifélagi minn gátum fyllilega sætt okkur við allar Bibio flugurnar sem til eru og því var sest niður og þessi soðin saman til að friða sjálfið okkar. Hvernig hún reynist, kemur svo í ljós næsta sumar.
Í sjálfu sér afskaplega einföld fluga en með nokkuð áberandi rauðu klofnu skotti og kraga. Annars alveg eins og þúsundir annarra þurrflugna af svipuðu sauðahúsi. Smá orðaleikur í nafngiftinni; Hexía de Trix úr heimi Walt Disney send til höfuðs Galdralöppinni.
Höfundur: Kristján Friðriksson
Öngull: Þurrfluguöngull 10 – 14
Þráður: UTC 70 – svartur
Skott (afturfætur): 2 x rauðar Goose Biots, gjarnan örlítið niðurvísandi
Búkur: svart dub (íslenskt fjallalamb)
Kragi: rautt dub (íslenskt fjallalamb)
Hringvöf: svartar hanafjaðrir
Haus: lítið eða ólakkaður
Bleikja | Sjóbleikja | Urriði | Sjóbirtingur |
---|---|---|---|
10,12,14 | 10,12 |