
Herring Bucktail
Þessi fluga er úr frægu tríói sem varð til upp úr 1960 meðal Puget Sound Anglers á Olympiuskaga vestur í Bandaríkjunum. Forsaga og tilurð þessa tríós er rakin í annarri flugu hér á síðunni, sjá Coronation Bucktail og verður ekki rakin aftur hér.
Hér er á ferðinni eftirlíkin Kyrrahafssíldar eða öllu heldur ungviðis hennar sem á hryggningarslóðum hennar rétt utan við Olympiuskaga er töluverður hluti af fæðu coho lax sem gengur upp í árnar á þeim slóðum.
Rétt eins og um systurflugu þessarar flugu, Coronation er ekki að finna eitt einasta hjartarhár í upprunalegri uppskrift hennar, en við bætast tveir litir þannig að vængur hennar er í raun fimmfaldur á meðan Coronation skartar aðeins þremur litum.
Ég leyfi mér að hnýta þessa flugur töluvert minni heldur en upprunaleg uppskrift segir til um og þar með úr öðru efni, hvoru tveggja innan sviga í uppskriftinni hér að neðan.
Höfundur: Puget Sound Anglers / Roy A. Patrick / Zell E. Parkhurst / Letcher Lambuth
Öngull: legglangur straumfluguöngull 2/0 (#6 – #10)
Þráður: 8/0 svartur (10/0 svartur)
Vöf: ávalt silfur tinsel
Búkur: flatt silfur tinsel
Vængur 1: hvítt ísbjarnarhár (hvítur refur)
Vængur 2: ljósgrænt ísbjarnarhár (ljósgrænt Icefur til að fá líf í vænginn)
Vængur 3: grátt ísbjarnarhár (grár hestur)
Vængur 4: dökkgrænt ísbjarnarhár (grænn hestur)
Vængur 5: blátt ísbjarnarhár (blár hestur)
Haus: svartur lakkaður