Herdís

Hér er á ferðinni fluga sem komið hefur víða við, í riti, ræðu og veiði. Hún er í Veiðiflugum Íslands, var getið lofsamlega á heimasíðu Árvíkur um árið og síðast lyfti Flugusmiðjan henni aftur upp á yfirborðið.

Þegar maður rennir augum yfir þessa flugu, þá minnir hún um margt á þekktar flugur sem eiga ættir að rekja til Elliðavatns. Að auki er hennar sérstaklega getið í Hlíðarvatn í Selvogi, Þingvallavatni og Sauðlauksdalsvatni, þar sem Jón Sigurðsson höfundur flugunnar var svo sannanlega á heimavelli. Það er eins víst að þessi fluga hafi gefið ágætlega í fleiri vötnum, þó hennar hafi ekki verið getið sérstaklega.

Höfundur: Jón Sigurðsson
Öngull: legglangur púpukrókur #10 – #16
Þráður: svartur
Vöf: koparvír
Búkur: svart flos
Vængstubbur: grá/brún andarfjöður
Haus: svartur, lakkaður

Vitaskuld er hér myndband Flugusmiðjunnar þar sem sjá má Ívar hnýta þessa flugu Jón Sigurðssonar:

Create a website or blog at WordPress.com