
Heiðar
Hér er á ferðinni fluga sem er afsprengi svokallaðra Parrot flugna sem teljast til bait fish pattern flugna, en þær hafa rutt sér til rúms hér á landi á undanförnum árum.
Heiðurinn af þessari útfærslu á Benedikt Þorgeirsson, veiði- og leiðsögumaður sem tók sig til og smækkaði þekktar útgáfur og setti sitt mark á efnisvalið, aðferðina og þar með útkomuna. Flestar þeirra bait fish flugna sem hingað hafa ratað eru í raun hannaðar fyrir gedduveiði en þessi útgáfa hefur verið að gera afskaplega góða hluti í urriða hér heima.
Eins og Benedikt segir frá í myndbandinu hér að neðan, þá er nafn flugunnar dregið af ónefndu heiðarvatni þar sem hún fékk eldskírn sína strax í fyrstu veiðiferð. Fluguna má þyngja að vild með blývafningum á legg en óþyngda fluguna er gott veiða á intermediate línu eða jafnvel flotlínu þar sem grunnt er.
Oftast hnýtir Benedikt þessa flugu hvíta, en það fylgir líka sögunni að hún virkar einnig í öðrum aðal lit, s.s. brúnum, ólívugrænum, appelsínugulum og bleikum.




Útfærsla: Benedikt Þorgeirsson
Öngull: #2 – #6 Ahrex NS110 eða sambærilegur
Þráður: hvítur 8/0 eða annar vel sterkur þráður
Tag: grænt UV eða að eigin vali
Vængur: hvítt craft fur
Yfirvængur: ólívugrænt Ghost Hair eða sambærilegt
Haus: UV grænn þráður og miðlungsstór 3D álímd/álímanleg augu. Haus þéttur og straumlínulagaður með Zap-A-Gap. Límt yfir augu og út á hausinn með UV lími
Hér að neðan má sjá hvernig Benedikt formar þessa flottu flugu og segir frá tilurð hennar: