Haul a Gwynt

Nafngiftir flugna geta verið með ýmsum hætti en sjaldan segir nafn flugunnar fyrir um undir hvaða kringumstæðum best sé að veiða hana.  Þessi fluga er sögð virka sérstaklega vel í björtu og vindasömu veðri, þess vegna heitir hún Haul a Gwynt sem útleggs sem sól og vindur.

Í þeim bókum og flugulistum sem ég hef aðgang að er ekkert að finna um höfund hennar, aðeins sagt að hún sé ein af þeim klassísku votflugunum sem komu fram í Wales upp úr 1900. Ein heimild segir hana hafa komið fram í norðurhéruðum Wales þar sem vindar blása með líkum hætti og í Hálöndum Skotlands.

Höfundur: ókunnur
Öngull: votfluguöngull 10 – 14
Þráður: svartur
Vöf og broddur: gyltur vír
Búkur: svart dub, jafnvel með örlitlu grænu (olive) íblandi eða svartar strútsfjaðrir (herl)
Vængur: grá-blá eða grá-brún fjöður
Hringvöf: fjöður af hringfasana

Hér að neðan má berja Davie McPhail augum þar sem hann setur í afbrigði þessarar flugu:

Create a website or blog at WordPress.com