
Hardy’s Favorite
Hardy’s Favourite er hugsarsmíð J.J. Hardy sem stofnaði Hardy’s Tackle Shop of Pall Mall. Hvenær honum datt þessi fluga í koll, veit ég ekki, en sagan segir að hún hafi upprunalega verið til sem bæði þurrfluga og votfluga.
Í gegnum tíðina hafa ótal afbrigði þessarar flugu komið fram á sjónarsviðið, sumar með þessu einkennandi rauða flosi í búk, aðrar ekki og svo hefur val á fjöðrum í væng og skott eitthvað verið á reiki. Miðað við upprunalega lýsingu flugunnar, þá tel ég myndina hér að ofan vera nokkuð nálægt frumútgáfunni.
Höfundur: J.J. Hardy
Öngull: Hefðbundin votfluguöngull #10 – #14
Þráður: Svartur 8/0
Stél: Kalkúnafjöður
Vöf: Rautt floss
Búkur: Peacock
Skegg: Fanir úr kalkúnafjöður
Vængur: Kalkúnafjöður
Haus: Svartur

Þó nokkuð frábrugðin uppskrift á ferðinni hér hjá Davie McPhail hér, en engu að síður mjög falleg fluga: